fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Stóru liðin detta út – gleði í Grikklandi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. júní 2014 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er saga til næsta bæjar að í riðli á heimsmeistaramóti þar sem eru Ítalía, England, Uruguay og Costa Rica skuli það vera Suður- og Mið-Ameríkuliðin sem fari áfram, en hinar miklu knattspynuþjóðir detti út. Uruguay og Costa Rica eru smáríki – afar fámenn.

Þá eru fallnar út þær þrjár þjóðir sem hafa hvað sterkasta deildakeppni í heimi, Spánn, Ítalía, England. Er mögulegt að leikmenn frá þessum þjóðum séu þreyttir eða er knattspyrnufrægð þeirra slík að þeir eru gjarnir á að vanmeta andstæðinga sína?

Úti eru Pirlo og Buffon,  Iniesta og Ramos, Rooney og Gerrard. Þeir fljúga heim til sín. Inni eru fótboltamenn frá smáþjóðum sem sama og enginn þekkir. Það er skemmtilegt. Ég held að megi fullyrða að þetta sé besta HM í manna minnum.

Ítalirnir spiluðu „sinn leik“ í gærkvöldi. Hann fólst í því að liggja í vörn og hanga á 0-0 jafntefli. Þetta er afar ósympatísk leikaðferð, enda voru líklega flestir óráðnir farnir að halda með Uruguay, að minnsta kosti þangað til svo virtist að Luis Suarez hefði bitið varnarmann.

Beit hann eða rak hann útstæðar tennurnar í Ítalann?

Grikkland rétt marði það að komast áfram eftir mikinn baráttuleik gegn Fílabeinsströndinni. Hvort liðið sem er hefði getað unnið leikinn, en Grikkirnir komust áfram á vafasamri vítaspyrnu. Ég er staddur í Grikklandi og fögnuðurinn hérna var einlægur. Grikkir búast ekki við miklu af landsliði sínu, svo þetta var eins og óvæntur glaðningur, ég held þetta sé í fyrsta skipti að Grikkland kemst upp úr riðlakeppni á HM.

Ég reyndi að taka ljósmynd af fögnuðinum en sé að ég hef verið með putta fyrir ljósopinu. Það er frekar dæmigert. En góður vinur Kára lofaði honum vöfflu með ís ef Grikkirnir ynnu – hún verður innheimt seinna í dag.

ItalianSoccerTeam2009DolceGabbana

Ítalskir fótboltamenn eru engum líkir. Fyrir nokkrum árum sat ítalska landsliðið fyrir hjá Dolce & Gabbana. Þeir líta út fyrir að vera djarfhuga, en þegar út á völlinn kemur eiga þeir til í að spila einhver huglausasta fótbolta sem um getur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“