fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Byggingaráform sem vekja ugg

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. júní 2014 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við verðum að fara varlega með svæðið í kringum Reykjavíkurhöfn. Hófleg uppbygging er í lagi – og sums staðar eru göt sem þarf að fylla upp í, stór og eyðileg bílastæði, ljótar skemmur. Austurhöfnin auð og ósjarmerandi og það eru reitir í Miðhöfninni þar sem mætti vel byggja. En uppbyggingin verður að taka mið af því sem er fyrir, bæði hvað varðar stærð og arkitektúr.

Það er ekki góð hugmynd að byggja stór ný hverfi sem gerbreyta ásýnd hafnarsvæðisins. Það á að fá að þróast á lífrænan hátt – stórfelld uppbyggingaráform eiga ekki heima þarna.

Ekki heldur þótt sé byggingabóla á Íslandi og lífeyrissjóðir og fjárfestar vilji koma fjármunum sínum í steypu.

Hér eru til dæmis tvær myndir sem vekja ugg. Svona myndir geta reyndar blekkt, þær eru aðallega gerðar til að sýna byggingamagn. En hvað sem því líður er þetta ekki gott. Virkar afar gelt.

Þetta er úr rammaskipulagi fyrir gömlu höfnina í Reykjavík og má finna á þessari vefsíðu.

Leiðréttið mig ef menn hafa haft vit á því að hverfa frá svona stórfelldum áformum síðan þessar myndir voru gerðar.

10460855_10201229249212364_5391507937755416784_o

10450329_10201240783860723_8902987033075434225_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“