Í Berlín á að fara að byggja tilbeiðsluhús þar sem þenn trúarbrögð munu eiga heimili, kristin trú, íslamstrú og gyðingatrú – undir sama þaki.
Það er náttúrlega mjög viðeigandi að þetta skuli vera í Berlín – borginni sem er í senn táknmynd glæpa seinni heimstyrjaldarinnar en einnig umburðarlyndisins sem var helsti lærdómur stríðisins.
Þarna koma semsagt saman þrenn eingyðistrúarbrögðin sem eru öll upprunnin í Mið-Austurlöndum – undir einu þaki.
Þegar hefur farið fram keppni um útlit hússins og má sjá niðurstöðuna á þessari ljósmynd.