fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Sneypuför Spánverja

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. júní 2014 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ríkir viss Þórðargleði yfir því að heimsmeistarar Spánar skuli hafa dottið út úr HM í gærkvöldi. Þetta var merkilegt að sjá, leikmennirnir virkuðu þreyttir og sinnulausir.

Samt eru þetta menn sem spila með langbestu félagsliðum heims, Real Madrid, Barcelona, Atletico Madrid. Þetta eru liðin sem hafa yfirburði á Evrópumótum félagsliða.

Svona hefur reyndar gerst áður. Frönsku heimsmeistararnir duttu með afar lítilli reisn úr mótinu 2002 – en 2006 voru þeir næstum búnir að vinna, féllu ekki út fyrr en í úrslitaleik sem þeir hefðu líklega unnið ef Zidane hefði ekki verið rekinn af velli.

En Spánverjarnir virkuðu afar hugmyndalausir í sóknarleiknum og varnarleikurinn var lélegur. Í tveimur leikjum hafa þeir fengið á sig sjö mörk og aðeins skorað eitt. Þetta er staðnað hjá þeim.

Þeir sem gleðjast yfir óförum Spánverja tala um að þeir spili leiðinlegan fótbolta, göngubolta eins og það er kallað.

Það er ekki maklegt. Liðið sem varð heimsmeistari 20010 og Evrópumeistari 2008 og 2012 er eitt hið sigursælasta og besta í sögunni. „Gönguboltinn“ fólst í því að leikmenn höfðu feikilegt vald á knettinum, gátu látið hann ganga með stuttum sendingum um allan völlinn og allt upp í mark andstæðinganna. Svipaður fótbolti hefur verið kallaður „samba“ þegar Brasilía á í hlut.

Þetta lið var skipað leikmönnum eins og Xavi, Iniesta, Ramos, Puyol, Villa. Sumir af þessum leikmönnum eru enn með, en í þetta sinn eru þeir svipur hjá sjón.

Spænska liðið fer heim með skömm eftir að spila þýðingarlausan leik við Ástralíu. Það er eftirsjá að Spánverjunum, en um leið eru óvænt úrslit auðvitað fagnaðarefni á HM. Það verður gaman að fylgjast með spræku liði frá Chile.

images-6

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni