fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Eyjan

Samban heyrir sögunni til

Egill Helgason
Þriðjudaginn 17. júní 2014 23:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í æsku minni hljómuðu nöfn brasiliskra fótboltamanna eins og eitthvað úr frábærum draumi.

Pelé, Jairzinho, Gérzon, Rivelino.

Þessir leikmenn voru í liðinu sem varð heimsmeistari 1970. Það voru engar beinar útsendingar – svo maður varð eiginlega að ímynda sér þessa leikmenn.

Svo kom annað gullaldarlið frá Brasilíu, varð reyndar aldrei heimsmeistari. Þar voru Zico, Socrates, Falcao, Eder.

Þessir leikmenn spiluðu það sem var kallað „sambafótbolti“. Þeir voru fjarskalega leiknir með boltann sem gekk ótt og títt á milli þeirra í stuttum samleik. Stundum var frábærlega flott að horfa á þetta spil.

Ég hef reyndar grun um að fótboltinn hafi verið hægari þá, varnarleikurinn ekki jafn þróaður – leikmennirnir ekki í nálægt því jafn rosalegu formi. Nú eru þeir ofurþjálfaðir, líkamlega sterkir og varnarleikurinn nánast orðinn að vísindum.

Og Brasilíumenn spila ekki lengur sambafótbolta. Þeir eru reyndar löngu hættir því. Þeir vinna Króata 2- 1 og gera 0-0 jafntefli við Mexíkó. Allir brasilísku leikmennirnir með tölu spila líka í Evrópu, með liðum eins og Chelsea, Bayern Munchen, Real Madrid, Barcelona og Paris Saint Germain.

Með því er sérstaða brasilíska fótboltans auðvitað horfin. Leikmennirnir eru þjálfaðir á nákvæmlega sama hátt og evrópsku fótboltamennirnir og spila svipaða taktík. Samban heyrir sögunni til.

285913_heroa

Heimsmeistaralið Brasilíu 1970. Maður lét sig dreyma um þetta lið, því í raun sá maður það aldrei í leik. Beinar útsendingar frá fótbolta byrjuðu ekki á Íslandi fyrr en í heimsmeistarakeppninni 1982.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“

Svona býr Áslaug Arna í New York – „Indæla Upper West Side er nýja heimilið mitt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni