Þegar maður fer að fylgjast með heimsmeistarakeppni sér maður hvað fótbolti er í raun góð íþrótt.
Hún er mjög friðsöm. 22 fullvaxnir karlmenn streitast við að koma bolta í mark eða koma í veg fyrir að bolti fari í mark.
Menn meiða sig ekki sérstaklega mikið.
Um muninn á evrópskum og amerískum fótbolta hefur verið sagt að í þeim evrópska þykist menn meiða sig meira en þeir gera í rauninni en í þeim ameríska þykist menn meiða sig minna en þeir gera í rauninni.
Fótbolti er mikil framför frá íþróttum sem voru stundaðar í gamla daga. Langtímum saman gerist ekki neitt og stundum eru heilu leikirnir þar sem gerist ekkert markvert.
Það er í rauninni mjög sívílíserað.
Tökum til dæmis íþróttir á tíma Rómverja. Þá fannst mönnum eiginlega ekkert varið í að fara á völlinn nema skylmingaþrælar væru að berjast til dauða eða að ljón væru að rífa kristna menn á hol.