fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Þarf að hafa ströng lög um notkun fánans?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. júní 2014 00:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð er hún heillandi skoðun þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar sem spyr hvers vegna við þurfum að hafa svo ægilega miklar reglur um þjóðfánann.

Jú, fáninn er tákn íslenska ríkisins, en hann er líka bara klæðisbútur í þremur litum.

Ég er mjög hallur undir frelsi og lýðræði og ég vil endilega að borin sé virðing fyrir fólki, hverrar þjóðar sem það er  – og að við förum vel með náttúru landsins.

En það er ekki víst að þetta inniberi að ekki megi setja fánann á umbúðir, eða flagga á nóttinni eða nota hann sem stuttbuxur. Svo nokkuð sé nefnt.

Helgi Hrafn segir að sér þyki fáninn fallegur, sjálfur er ég ekki einu sinni viss um það. Ég er ekki viss um að litirnir séu nógu góðir – reyndar er vitað að blái liturinn í fánanum er mjög á reiki. Í raun var gamli hvítblái fáninn miklu fallegri – og langbesti fáninn er auðvitað flöttu þorskarnir.

Eða hvernig sæmræmist það nútímahugmyndum að hafa kross, trúartákn, í fána?

Helgi Hrafn skrifar um fánalögin:

En ég get ekki að því gert að finnast slíkar hefðir kjánalegar í landslögum. Ef þessi eða hin meðhöndlun fánans er svona ægilega mikilvæg, þá finnur fólk sig væntanlega sjálft knúið til þess að meðhöndla hann svona eða hinsegin. Að öðrum kosti hljótum við að komast að þeirri niðurstöðu að þessar hefðir hreinlega skipti ekki jafn miklu máli og menn vilja meina.

Jörundur hundadagakonungur lét gera fána með þremur flöttum þorskum, hann hefur ekki varðveist en gæti hafa litið svona út.

fani_jor2_110810

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum