Margt er farið að tínast inn á internetið og sumt furðulegt og hálfgleymt.
Þar er til dæmis að finna brot úr sjónvarpsþáttum sem söngvarinn Tom Jones var með 1969 eða um það bil.
Og þetta er eiginlega alveg súrrelískt.
Crosby, Stills, Nash & Young að syngja hippabraginn Long Time Gone eftir David Crosby – og aðalröddina syngur Tom.
https://www.youtube.com/watch?v=9Kg0v0Er8Ak
Þetta er eiginlega betra. Tom og Joe Cocker að syngja Delta Lady.
https://www.youtube.com/watch?v=2E7zxyYg930
Hér er Tom að syngja syrpu með Mama Cass Eliot.
https://www.youtube.com/watch?v=-sQyy24PvcQ
Og hérna er Tom Jones að tala welska tungu og kynnir söngkonuna Mary Hopkin – sem syngur hið frábæra lag Those Were The Days.
https://www.youtube.com/watch?v=2i9LN883Q64
Hér rifjast upp að á sínum tíma plataði ég vini mína Pétur og Eyþór Gunnarssyni eða það fannst mér. Ég hafði eignast Those Were The Days á lítilli plötu. Þeir bræðurnir áttu litla plötu með Day Tripper/We Can Work It Out með Bítlunum. Ég fékk þá til að skipta eftir nokkrar fortölur, en var lengi með dálítð samviskubit yfir því.
En nú er Bítlaplatan líka glötuð.