fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Bróðir Ólafs – og sýknudómurinn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. júní 2014 20:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Furðuleg er sú vending í íslenska réttarkerfinu að bróðir Ólafs Ólafssonar hafi verið dómari í Aurum-málinu.

Ólafur var dæmdur í héraðsdómi fyrir aðild sína að Al-Thani málinu, en Jón Ásgeir Jóhannesson var sýknaður fyrir aðild að Aurum málinu.

Málin eru um margt hliðstæð, en í Aurum málinu var það atkvæði Sverris Ólafssonar sem réð úrslitum.

Mönnum virðist einfaldlega ekki hafa verið kunnugt um að Sverrir væri bróðir Ólafs – eða voru menn kannski ekkert að pæla í þessu.

Ummæli Sverris eftir að þetta varð uppvíst hafa vakið athygli. Hann sagði meðal annars um sérstakan saksóknara, og n.b. þetta er maður sem er nýbúinn að ljúka störfum í dómi og getur ekki falið andúð sína:

Mér finnst viðbrögð hans hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum.

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson skrifar á Facebook:

Það er algert einsdæmi að dómari í máli tjái sig með þessum hætti eins og meðdómarinn gerir hér. Hafi einhvern tíma verið vafi á óhlutdrægni þessa dómara, þá hefur hann sjálfur algerlega eytt öllum vafa; andúð hans í garð sérstaks saksóknara skín í gegn.
Nú er bara tvennt í stöðunni, komi til kasta Hæstaréttar: Sakfella ákærðu eða ómerkja alla málsmeðferð héraðsdóms. Meðdómandinn sá algerlega um það á eigin spýtur að veikja dóminn. Til þess þurfti ekki atbeina sérstaks saksóknara.
Verjendurnir geta ekki verið hressir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum