fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Er þetta trúverðugt?

Egill Helgason
Mánudaginn 9. júní 2014 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði í sjónvarpsviðtali við Björn Inga Hrafnsson að ekki hafi staðið til að moskubygging í Reykjavík yrði kosningamál hjá Framsóknarflokknum. Nú segist hún harma að hafi veri „látið líta út fyrir“ að vera kosningamál.

Er það trúverðugt?

Sjálf hélt Sveinbjörg þessum málflutningi áfram þegar hún fór að tala um nauðungarhjónabönd. Fólk neðar á listanum

Og síðar var haldið áfram og farið að tala um að þyrfti að greiða atkvæði um moskuna.

Kosningastjóri Framsóknarflokksins,  Svanur Guðmundsson, skrifaði:

Ofurbloggarinn, Guðmundur Andri segir að ekki eigi að leyfa lýðræðislegar kosningar um að borgarbúar borgi lóð undir mosku þar sem það sé minnihlutahópur. Hvenær voru múslimar minnihlutahópur?

Og sjálf skrifaði Sveinbjörg og gagnrýndi „pólitískan réttrúnað“.

Ég tel að eðlilegt að borgarbúar fái að greiða atkvæði um svo umdeilt mál, en Samfylkingin taldi málið hins vegar of viðkvæmt. Pólitískur rétttrúnaður varð þess valdandi að Samfylkingin gat keyrt málið í gegn.

Marta Bergman, sem er nátengd Sveinbjörgu, hóf að skrifa greinar þar sem málflutningur Sveinbjargar var hafin upp til skýjanna. Þar er líka að finna þemað um pólitískan rétttrúnað.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hefur nú stigið fram og bent á þá þöggun sem á sér stað. Eftir tillögu Sveinbjargar um atkvæðagreiðslu um mosku féllu oddvitar hinna framboðanna í gryfju pólitísks rétttrúnaðar. Ég hrósa Sveinbjörgu fyrir að þora að taka á málinu.

Og hvergi gaf Sveinbjörg til kynna fyrir kosningarnar að hún hefði hlaupið á sig, misstigið sig, eða talað í fljótfærni. Það hefði kannski verið tilefni til þegar fólk fullt af hatri kom fram úr skúmaskotum, eins og skotið hefði verið upp fána sem það gat fylkt sér um. Facebook-síða Sveinbjargar hefur síðan verið tekin niður vegna þess að það var vandræðalegt hvernig hún fylltist af hatursáróðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum