fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

BF: Opin í báða enda

Egill Helgason
Sunnudaginn 8. júní 2014 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru talsverð tíðindi að Björt framtíð skuli mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi og Hafnarfirði – næst stærsta og þriðja stærsta bæ landsins – og ætla að starfa með meirihlutanum á Akranesi.

Þarna er semsagt kominn miðjuflokkur sem er reiðubúinn að vinna með Sjálfstæðisflokknum þegar þannig ber undir – en líka til vinstri ef hentar.

Minnig þannig á Framsóknarflokkinn á velmektarárum sínum. Hann var sagður opinn í báða enda.

En nú er athyglisvert að Sjálfstæðisflokkurinn velur Bjarta framtíð fram yfir Framsóknarflokkinn. Í því felast sterk skilaboð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur víðast hvar ekki átt að aðra flokka til að starfa með, en Björt framtíð þykir greinilega meira aðlaðandi.

Þetta endurspeglar útbreidda óánægju sem er innan Sjálfstæðisflokksins með stjórnarsamsamstarf þar sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vera í forsvari fyrir mál sem hann trúir ekki á og þar sem Framsóknarflokkurinn hefur forsætisráðuneytið þrátt fyrir að vera miklu minni flokkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum