fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Amma mín og tréð á Grettisgötu

Egill Helgason
Laugardaginn 7. júní 2014 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórkostlegasta bylting sem hefur orðið í Reykjavík er trjágróðurinn.

Hér voru engin tré og það var talið útilokað að stunda trjárækt.

Svo fóru menn að prófa, og viti menn, sumar trjátegundir döfnuðu vel. Og nú er borgin umvafin trjágróðri sem hefur bætt bæði veðurfarið og líðan borgaranna.

Einhvern tíma hef ég sagt söguna af ömmu minni sem var norsk. Hún kom í fyrsta skipti til Íslands 1928.

Þá voru eiginlega engin tré í bænum.

Mér er sagt að amma, sem gjarnan var kölluð Frú Herborg, hafi stundum farið upp á Grettisgötu þar sem var myndarlegt tré.

Mér þykir ólíklegt að hún hafi faðmað það, hún var ekki þannig, eða jú – kannski hefur hún faðmað tréð í huganum.

Einhvern veginn grunar mig að þetta hafi verið silfurreynirinn sem nú stendur til að fella á Grettisgötu og er sagður vera 108 ára gamall.

10275543_10202793694103138_3993068337271484183_o

Fólk safnaðist saman í dag og mótmælti því að gamla tréð við Grettisgötu yrði fellt til að rýma fyrir hótelbyggingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“

Standi ekki steinn yfir steini í „eftiráskýringu“ Hildar – „Þannig að eitthvað passar ekki alveg þarna“
Eyjan
Í gær

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“

Segir ljóst að aðilar úti í bæ séu að stýra stjórnarandstöðunni – „Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur

Ný vefsíða skýrir Málþóf í hnotskurn – Og tekur saman kostnað Alþingis meðan málþófið stendur
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum