fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Fer sínar eigin leiðir

Egill Helgason
Mánudaginn 2. júní 2014 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hitti Jón Gnarr vestur á Ásvallagötu í dag.

Hann var að labba með hundinn sinn í mildri vorrigningu.

Ég tók í höndina á Jóni og þakkaði honum framlag sitt til stjórnmálanna.

Jón kveður með reisn. Þvert á það sem er haldið fram í beiskjublöndnum skrifum hefði hann getað haldið áfram – og unnið sigur í Reykjavík.

Hann varð aldrei að eiginlegum stjórnmálamanni, en kveður samt sem einn vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Í leiðinni hefur hann getið sér alþjóðlega frægð.

Það er sjálfsagt rétt sem sagt er að Jón gæti boðið sig fram til forseta – og haft sigur.

Ég er samt ekki viss um að hann kæri sig um neitt slíkt.

Það góða við Jón er að hann fer sínar eigin leiðir.

GNARR

 

Ég skrifaði grein um borgarstjórnarkosningarnar í Fréttatímann í síðustu viku. Þar sagði ég um Jón Gnarr:

Síðustu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík voru einstakar. Þær komu í kjölfar efnahagshruns. Nýr flokkur sem varð til í janúar á kosningaárinu blés allt í einu út og vann stórsigur, fékk meira en þriðjung atkvæða. Margir ráðlögðu Jóni Gnarr að láta sér ekki detta í hug að verða borgarstjóri, það væri nóg að hafa framið þennan óvenjulega pólitíska gjörning – að leiða grínframboð til sigurs. Nú skyldi Jón fá sér til fulltingis fagmann til að stjórna borginni.

En Gnarr lét sér ekki segjast. Gjörningnum var fjarri því lokið. Hann settist sjálfur í borgarstjórastólinn – og hefur verið vinsælasti borgarstjóri Reykjavíkur í manna minnum. Það er engin leið að segja að Jón hafi staðið sig verr en aðrir borgarstjórar – á mörgum sviðum hefur hann raunar staðið sig miklu betur. Á tíma hans hefur verið stöðugleiki í stjórn borgarinnar eftir tímabil þar sem skipt var ótt og títt með tilheyrandi hjaðningavígum– og svo hefur framganga hans verið með þeim hætti að atvinnustjórnmálamenn virka kjánalegir við hlið hans – hjárænulegir og falskir.

Atvinnupólitíkusarnir hafa ekki átt neitt svar við Jóni – í samanburði við borgarstjórann sem var sagður vera trúður virka þeir eins og algjörir trúðar.

Kórónan á performans Jóns er auðvitað þegar hann hættir, býður sig ekki fram í annað sinn þótt hann gæti unnið auðveldan sigur. Það myndi engum hefðbundnum stjórnmálamanni detta í hug. Jón Gnarr er örugglega ekki að plotta neitt í líkingu við það, en hann gæti vísast boðið sig fram til forseta eftir tvö ár og sigrað, hatursmönnum sínum – eins og til dæmis á Morgunblaðinu – til ómældrar hrellingar. Jón gaf þeim langt nef og getur farið hróðugur burt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 

Lára Björg ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn