fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Björt framtíð vegur salt

Egill Helgason
Mánudaginn 2. júní 2014 23:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björt framtíð er komin í mjög áhugaverða stöðu eftir kosningarnar.

Hún getur leikið þann gamla leik Framsóknarflokksins að starfa ýmist til hægri eða vinstri.

BF stendur til boða að verða í stjórn þriggja stærstu bæjarfélaga á Íslandi.

Í Reykjavík með Samfylkingu og Vinstri grænum, jafnvel Pírötum, en í Hafnarfirði og Kópavogi með Sjálfstæðisflokknum.

Þannig getur flokkurinn farið að vega salt milli vinstri og hægri.

Í Kópavogi er sagt að Sjálfstæðismenn vilji mjög gjarnan vinna með Bjartri framtíð, enda komin þreyta í samstarf með Framsóknarflokki sem hefur staðið lengi, þó með smá hléi.

Sagan segir að Sjálfstæðismönnum í Kópavogi lengi hafa þótt Framsóknarmennirnir full heimtufrekir. Það er þá spurning hverjar verða kröfurnar frá BF?

En svo er því líka haldið fram að ástæða þess að Ármann Kr. Ólafsson tortryggir Framsókn sé vegna vináttu Gunnars Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra, og Birkis Jóns Jónssonar sem leiddi lista Framsóknar. Gunnar mun hafa stutt Framsókn gegn flokksbróður sínum og fjandmanni, Ármanni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ísak Snær til Lyngby
Eyjan
Í gær

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks sleit fundi Alþingis án umboðs
Eyjan
Í gær

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“

Diljá Mist segir sig og nágranna sína upplifa sig afskipta – „Höfum misgóða reynslu af áhuga og umhyggju stjórnmálamanna fyrir hverfinu okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!

Thomas Möller skrifar: Krónan undir smásjánni … aftur!
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“

Sjáðu kostulega ræðu flissandi Guðlaugs á Alþingi í dag „ÞETTA ER GEGGJAÐUR DAGUR“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir