fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Öll bankaútibú loka í Miðbænum – nema Landsbankinn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. maí 2014 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem ég þekki fékk bréf frá Arion banka. Þar var sagt að þjónusta bankans stefndi nú í að verða ennþá betri.

Þetta felst í því að loka útibúi bankans í Austurstræti, það er bætt þjónusta. Og reyndar verður líka lokað við Hlemm.

Útibúið í Austurstræti er í hinu gamla húsi Búnaðarbankans. Bankinn starfaði þar frá 1937. Þar er meðal annars að finna mjög fallega veggmynd eftir Jón Engilberts.

Íslandsbanki virðist ætla að gera það sama, því nú hefur hús hans í Lækjargötu verið auglýst til sölu. Útibúinu þar verður lokað og húsið selt.

Maður veltir fyrir sér hvað verður um þessi hús sem standa á besta stað í Miðbænum og segir bara eitt – plís ekki hótel! Plís ekki lundabúð eða veitingastaður!

Nú stefnir í að Landsbankinn verði einn eftir með útibú í Miðbænum, allt frá Borgartúni vestur á Mela og þá hlýtur maður að spyrja – þurfa allir túristarnir sem hingað koma enga bankaþjónustu?

Landsbankinn1

Það er þakkarvert að Landsbankinn skuli áfram ætla að starfa í miðborginni. Hann hyggst reyndar byggja nýjar aðalstöðvar. Nútímalegt er ekki alltaf betra. Landsbankinn breytti útibúi sínu í Háskólabíói í stöð þar sem eru engir starfsmenn, einungis tölvur. Það hefur ekki slegið í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu