fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Eyjan

Evrópuþingið, hófsamir hægrimenn og kratar stærstir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. maí 2014 08:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Evrópublogginu birtist ágætt yfirlit um úrslit Evrópuþingskosninganna. Þau sýna að þrátt fyrir framrás öfgasinnaðra flokka til hægri eru flokkar sem eru trúir lýðræði, frelsi og mannréttindum enn með yfirburðastöðu á Evrópuþinginu,

Stærsti þinghópurinn er EPP, þar sem er að finna Kristilega demókrata og fleiri hægrimenn. Hann hefur 214 þingsæti. Næst stærsti hópurinn eru sósíaldemókratar með 189 sæti. Sá þriðji stærsti er Alde, þar sem eru fulltrúar frjálslyndra flokka, með 66 sæti, en Græningjar eru fjórðu stærstu með 52 sæti.

Með 46 sæti eru svo ECR þar sem eru hægriflokkar sem efast um Evrópusambandið, breski Íhaldsflokkurinn er þar langstærstur, en aðeins minni er GUE þingmannahópurinn sem er vinstri sinnaður, hann hefur 42 sæti.

EFD, þar sem eru breski UKIP, Norðurbandalagið ítalska og Þjóðarflokkurinn danski, er með 38 sæti.

Talið er að hægrimennirnir í EPP, sósíaldemókratarnir og Alde muni vinna þéttar saman til að stemma stigu við lýðskrumsflokkunum. En auðvitað er hætt við að verði meiri ófriður en áður í Evrópuþinginu.

evroputhingmenn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?

Illugi Jökulsson: „Dómadagsþvaður“ frá þingmanni í ræðustól Alþingis – skyldi maðurinn ekki skammast sín?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“

Skattagleði ríkisstjórnarinnar – „Þau bara hækka gjaldið á almenning í landinu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 1 viku

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu