fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Flott tónlistardagskrá á Listahátíð

Egill Helgason
Föstudaginn 23. maí 2014 08:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég rakst á óperusöngvarann Bryn Terfel í miðbænum í gærkvöldi. Hann var bara á skyrtunni, reyndar var mikið blíðviðri og hann virkaði afar kátur, en ég spurði hvort honum væri ekki kalt. Söngvarar eru alltaf hræddir við að kvefast.

Hann spurði hvort ég vildi lána sér jakkann minn.

Terfel er baritonsöngvari frá Wales, stórstjarna, með mikla rödd og útgeislun. Hann heldur tónleika á Listahátíð annað kvöld.

Tónlistardagskrá Listahátíðar er einstaklega flott þetta árið.

Í gærkvöldi lék Kammersveit Reykjavíkur hið einstæða verk Pierrot Lunaire í Hörpu. Í kvöld er það Sinfóníuhjómsveitin með kór og einsöngvara sem flytur þriðju sinfóníu Mahlers. Stjórnandinn er Osmo Vänskä, sá hinn sami og var eitt sinn aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands en fór síðan til Bandaríkjanna og hefur stjórnað stórhljómsveitum þar. Margir hafa látið sig dreyma um að fá Vänskä til að taka við aftur við Sinfóníuhljómsveitinni hér.

Svo má halda áfram að telja. Kathia Buniatishvili er frá Georgíu, ung kona sem er upprennandi stjarna píanósins. Hún heldur einleikstónleika með sérlega skemmtilegri dagskrá, spilar Ravel, Stravinsky, Chopin og Brahms. 

Og Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar heldur áfram að rækta sitt innilega samband við breska tónskáldið  Sir John Taverner. Kórinn hefur verið að flytja verk hans undanfarinn ár, og söng meðal annars í kirkju í London aðeins þremur dögum eftir andlát Taverners í nóvember síðastliðnum.

Þetta eru spennandi tónleikar, stórhuga dagskrá – myndlistin virðist líka vera sterk á þessari Listahátíð. Kannski meira um það síðar.

 

Bryn Terfel syngur alls konar tónlist, allt frá Wagnersóperum og yfir í þjóðlega tónlist. Hér er flutningur hans á hinu fallega bandaríska þjóðlagi Shenandoah sem margir hafa spreytt sig á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“