fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Lífeyrissjóðirnir, Landsvirkjun, fasteignabólan – og mögulegt skipulagsslys

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. maí 2014 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson kastar við og við fram þeirri hugmynd að selja megi lífeyrissjóðunum hlut í Landsvirkjun.

Þessu er alltaf jafn illa tekið – það er ljóst að enginn hljómgrunnur er fyrir slíkri sölu. Framsóknarflokkurinn fer heldur ekki með í slíkan leiðangur.

Það er ekki þar með sagt að þetta sé vond hugmynd. Það hefur til dæmis verið talað um að salan gæti verið háð þeim skilyrðum að lífeyrissjóðirnir fengju ekki að selja hlutina áfram til annarra en ríkisins – ríkið myndi þá eiga forkaupsrétt.

Reyndar var athyglisvert að á ársfundi Landsvirkjunar talaði Bjarni Benediktsson minnst um álver, þau eru orðin býsna fjarlægur kostur eins og var reyndar strax á tíma síðustu ríkisstjórnar – hann talaði hins vegar heilmikið um sæstreng til Bretlands.

Fé lífeyrissjóðanna er farið að valda verulegum vandræðum innan haftanna. Þeir geta ekki fjárfest í útlöndum. Nú eru þeir afar virkir á fasteignamarkaði í gegnum nokkur fasteignafélög. Þessi félög eru að kaupa húsnæði út um allt – og hækka um leið verðið á því. Og þau standa í byggingaframkvæmdum.

Nú eru til dæmis uppi hugmyndir um að fara í miklar byggingaframkvæmdir á stóra flæminu sem er milli Miðbæjarins, hafnarinnar og Hörpu. Í þessu árferði er hætt við að þarna verði stórkostlegt skipulagsslys.

Þarna virðast vera komnir aðilar sem stefna að einu og aðeins einu – að hámarka byggingamagnið. Það þýðir að byggt verður hátt og þétt. Jafnvel sýnist manni eins og sé tekið mið af hæð Hörpu.

Þetta gengur ekki. Byggð á þessu svæði þarf að vera í eðlilegu framhaldi af hinni heldur lágreistu miðborgarbyggð. Hún þarf að vera í samfellu við Miðbæinn – og hún má ekki skyggja á Hörpu. Við þurfum ekki Borgartún í Miðbæinn.

Eitt þeirra húsa sem er boðað að þarna rísi eru höfuðstöðvar Landsbankans. Það virðist vera skynsamlegt hjá bankanum að byggja þarna. Bankinn mun vera á fjórtán stöðum í Miðbænum og víða í leiguhúsnæði. Það væri afar vont ef hann hyrfi á brott úr bænum – nú er hið gamalgróna útibú Arion-banka (áður höfuðstöðvar Búnaðarbanka) að hverfa úr bænum.

Landsbankinn getur sett gott fordæmi með því að byggja smekklega, á mátulega smáum skala og í anda byggðarinnar sem er fyrir – þarna er ekki pláss fyrir stórbyggingar úr gleri og málmi. Í þeirri deild nægir Harpa.

Streetview---Austurhofn-R1&2

Þessar hugmyndir fasteignafélagsins Regins um uppbyggingu við Austurhöfnina vekja ugg. Reginn er að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða – sem vita ekki hvað þeir eiga að gera við peningana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“