fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Eyjan

Noregur og Ísland – sjálfstæði á tíma ófriðar

Egill Helgason
Laugardaginn 17. maí 2014 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðmenn fagna í dag 200 ára afmæli stjórnarskrár sinnar, grunnloven. Þetta er þjóðhátíðardagur Noregs, 17. maí.

Margar hliðstæður eru í sjálfstæðisbaráttu Norðmanna og Íslendinga, en Norðmenn voru sirka öld á undan.

Þegar norsku grunnlögin voru samþykt á Eidsvoll 17. mái 1814 voru Napóleonsstríðin nýbúin – ófriður sem náði yfir alla Evrópu.

Danir, sem höfðu ráðið yfir Noregi, fengu að gjalda þess að hafa tekið afstöðu með Frökkum. Þetta var tími Vínarfundarins, sem var haldinn til að koma aftur á stöðugleika í álfunnni, og í svoköllum Kílarsáttmála var samþykkt að Noregur færðist undir sænska kónginn – í persónulegu sambandi. En um leið fengu Norðmenn ráð yfir sínum eigin málum. Noregur varð svo endanlega sjálfstæður 1905.

En Noregur náði semsagt þessum stóra áfanga í sjálfstæðisbaráttunni sem er fagnað á þjóðahátíðardegi þeirra – og er ekki ólíkur því sem Íslendingar náðu 1918 –  undir lok mikils ófriðar og í skjóli stórvelda.

Eins var það með Ísland. Við vorum bara miklu síðar á ferðinni. Íslendingar urðu fullvalda 1918, í lok fyrri heimstyrjaldarinnar, og svo lýðveldi 1944 – undir lok seinni heimstyrjaldarinnar og í skjóli Bandaríkjanna.

Reyndar er áhugavert í þessu sambandi að skoða gildi menntastofnana. Háskólinn í Osló var stofnaður 1811, en Háskóli Íslands var stofnaður 100 árum síðar, 1911. Það voru stórir áfangar í sjálfstæðisbaráttu þjóðanna – sem áður hafði að talsverðu leyti farið fram í Kaupmannahöfn.

1600px-Eidsvoll_riksraad_1814

Þetta málverk er afar frægt í Noregi. Það er eftir Oscar Wergeland og sýnir fundinn á Eidsvoll 1814.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina

Björn Jón skrifar: Rýnt inn í framtíðina
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir

Svarthöfði skrifar: Dauðir skipaðir í áfengisvarnarnefnd – þingmaður Miðflokksins spaugari aftur í ættir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok