Rússneska rétttrúnaðarkirkjan fordæmdi sigur Conchitu Wurst í Evróvisjón. Talsmaður hennar sagði að hann væri til marks um hnignun og háskalega framrás vestræns gildismats. Menningin og lögin eru að færast í þessa sömu átt, sagði hann.
Og ennfremur að úrslitin í Evróvisjón væri enn eitt skrefið í áttina að því að hafna kristnum gildum í Evrópu.
En Rustem Agadamov, einn frægasti bloggari Rússlands, tweetaði þessari mynd hér að neðan, og skrifaði með:
Rússneska rétttrúnaðarkirkjan er alveg á móti skeggjuðum karlmönnum í kjólum.