Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skipar efsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík.
Hún setur fram einhverja djörfustu stjórnmálaskýringum sem maður hefur séð í seinni tíð –nefnilega þá að umræða um gjaldeyrishöftin snúist raunverulega um flugvöllinn í Vatnsmýri.
Orðrétt, úr Reykjavík – Vikublaði.
Þessi umræða um gjaldeyrishöftin snýst raunverulega um flugvöllinn. Þetta er ákveðin þrautalending fyrir krónueigendur. Það er þess vegna sem er svo mikill þrýstingur á að flugvöllurinn fari.