fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Ríkisstjórn sem er ekki að koma miklu í verk

Egill Helgason
Miðvikudaginn 7. maí 2014 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðar í mánuðinum verður liðið ár frá því að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Þá verður vika í sveitarstjórnakosningar.

Alþingi er nú á síðustu dögum fyrir kosningar og fer tíminn að verða heldur naumur. Fréttir bárust af því dag að ríkisskattstjóri telji að ekki verði hægt að halda áætlun í skuldaleiðréttingum vegna þess að málið sé ekki nógu langt komið hjá Alþingi. Ríkisstjórnin hlýtur þó að leggja áherslu á að klára það þótt umdeilt sé – þetta hefur verið hennar stærsta mál hingað til.

Að öðru leyti verður að segjast eins og er að stjórnin hefur ekki komið miklu í verk. Það  hafa verið gerðar skýrslur um verðtryggingu og húsnæðislán – en aðgerðir höfum við ekki ennþá séð. En stjórnin er reyndar að ná þeim árangri að lækka veiðgjöld tvisvar.

Mikill tími stjórnarinnar fór í ESB mál í vetur, þau urðu henni mjög erfið á útmánuðum,  en samt er ljóst að tillaga Gunnars Braga Sveinssonar um að slíta aðildarviðræðunum verður ekki samþykkt á þessu þingi.

Stjórnin hefur ekki viljað segja af eða á um hvort boðað verður til sumarþings þar sem verður látið sverfa til stáls í Evrópumálunum. Það er eins og stjórnarflokkarnir vilji stíga varlega til jarðar fyrir sveitarstjórnakosningar, en að einhverju leyti skýrist verkleysið af ágreiningi milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um stór mál. Sá ágreiningur kraumar undir. Sambandið milli formanna stjórnarflokkanna er ekki sérlega náið.

Þorkell Sigurlaugssson, stjórnarformaður Framkvæmdasjóðs Íslands, gerir þetta að umtalsefni í nýju tölublaði tímaritsins Vísbendingar. Þorkell, sem nýtur mikillar virðingar í viðskipta-og atvinnulífinu, segir að ríkisstjórnin hafi ekki mótað efnahagsstefnu þrátt fyrir árs stjórnarsetu. Svo hljómar þetta í endursögn Vísis:

„Síðustu ár höfum við verið í skjóli gjaldeyrishafta, en ekki nýtt tímann til að safna gjaldeyri eða auka sparnað þjóðarinnar. Þetta skjól hefur virkað þægilegt, en á sama tíma frestað vandamálum.“

Þann litla hagvöxt sem verið hafi segir Þorkell knúinn áfram af ferðaþjónustu og einkaneyslu þar sem almenningur hafi gengið á lífeyrissparnað sinn og annan sparnað.

„Við núverandi aðstæður munu hvorki almenningur á Íslandi né erlendir aðilar skipta evrum eða dollurum í krónur. Krónan er einfaldlega of hátt skráð og ótrúverðugur gjaldmiðill og er haldið uppi af gjaldeyrishöftum.“

Þorkell segir ennfremur að staða þjóðarbúsins sé eins og fyrirtækis í slitameðferð. Allir bíði eftir aðgerðum og framtíðarstefnu. Margt bendi til þess að lífskjör batni ekki á næstu árum og erfitt sé að sjá að gjaldeyrishöftin verði afnumin.

 „Stjórnvöld þurfa að nýta sumarið vel til góðra verka og byggja þannig upp trúverðugleika á framtíð þjóðar í greiðslustöðvun. Ef það gerist ekki verða aðrir að taka við keflinu.“

b33031a567-380x230_o

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum

Óttar Guðmundsson skrifar: Foringjakreppa í flokknum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“

Deilir kostulegri ræðu Ingibjargar til að sýna fáránleika málþófsins – „Eeee…hvaða umsögn var ég að fara yfir?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón