fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Hvers vegna hætti Guðni við? Hvað gerir Framsókn?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. apríl 2014 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt Eyjunnar frá því í gærkvöld, þess efnis að Guðni Ágústsson væri hættur við að fara fram í Reykjavík, kom eins og sprengja.

Lesendur voru forviða – og þeir eru það enn. Það hefur ekki komið fram nein almennileg skýring á því hvað gerðist.

Það var búið að boða til kjördæmisfundar sem átti að fara fram í dag og svo var áformaður blaðamannafundur á sjálfum Reykjavíkurflugvelli.

Þetta virtist allt klappað og klárt. En hvað gerðist? Hvers vegna skeði þetta svo snögglega?

Framboð Guðna hefur verið aðalfréttin síðustu vikuna – og aðalumræðuefnið á Facebook.

Reyndar verður að segjast eins og er að margir fóru algjörlega fram úr sér – sjaldan hefur maður séð jafn illa talað um mann á þessum umræðuvettvangi og Guðna síðustu vikuna.

Óhroðinn var eiginlega með eindæmum.

En Framsóknarflokkurinn er í alvarlegum vandræðum. Það er ekki gott að geta ekki mannað framboðslista í sjálfri höfuðborg landsins – og einungis 35 dagar til kosninga.

Guðni gat verið leiðin til að bjarga flokknum – sem er sá næst stærsti á landsvísu – frá afhroði í borginni. Nú er vandséð hvaða ráða flokkurinn getur gripið til. Það getur ekki verið auðvelt fá fólk til að ganga til liðs við framboð sem hefur sama og ekkert fylgi og enga málefnastöðu – og þá allra síst eftir þessa furðulegu atburðarás.

gudni-1

Guðni var ataður auri á Facebook, en ekki veit maður hvort það olli því að hann hætti við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið