fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Miklar vinsældir Katrínar – en tortryggni í garð Sigmundar, Bjarna og Árna Páls

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. apríl 2014 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Könnun MMR á áliti almennings á persónuleika stjórnmálamanna gefur ýmsa möguleika á vangaveltum.

Í fyrsta lagi er það staða Katrínar Jakobsdóttur. Hún algjörlega rústar samkeppninni. Hún er talin vera heiðarleg, gædd persónutöfrum, hún er sögð standa við sannfæringu sína, vera í tengslum við almenning og hún er talin ákveðin og sterk.

Sá eini sem getur keppt við hana er Jón Gnarr sem er á leið út úr stjórnmálum. Og jú – Ólafur Ragnar Grímsson er talinn vera sterkur og ákveðinn, fæddur leiðtogi, en hann skorar ekkert sérlega hátt í heiðarleikanum.

Ef marka má þetta ættu Katrínu að vera allir vegir færir í stjórnmálum. Það virkar eiginlega eins og það sé félagsskapurinn – flokkurinn sem hún veitir forystu – sem dregur hana niður.  Í öðrum hópi gæti Katrín orðið forsætisráðherra – eða hvað?

Karlmennirnir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Árni Páll Árnason, og Bjarni Benediktsson, veita forystu flokkum sem njóta talsvert meira fylgis en VG. En þeir koma allir mjög illa út úr þessari könnun, sérstaklega hvað varðar mat fólks á heiðarleika þeirra, sannfæringu og skilningi á kjörum almennings.

Það mætti næstum álykta að þar sé öfugt farið en með Katrínu – að þeir þrír dragi flokka sína niður.

katrin-jakobsdottir-menntamalaradherra

Ef marka má könnun MMR ber Katrín Jakobsdóttir höfuð og herðar yfir þá sem eru í landsmálapólitíkinni. Hvers vegna nær hún þá ekki meiri árangri?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið