fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Framboð Guðna og F-in fjögur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. apríl 2014 10:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt má Guðni Ágústsson eiga nú í aðdraganda þess að hann tilkynnir framboð sitt – á sumardaginn fyrsta. Hann er að leiða umræðuna fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Skyndilega eru kosningarnar komnar í hámæli – hingað til hefur ósköp lítið verið rætt um þær.

Það er reyndar stór spurning hvað Guðni hefur fram að færa í borgarmálunum sjálfum. Hingað til hefur hann ekki sýnt þeim sérstakan áhuga. Kannski þarf hann ekki annað en að halla sér aftur og læða út úr sér sniðugum athugasemdum. Það er spurning hversu ágengir fjölmiðlar verða við hann. Merkilegt er að Guðni, sem sat á þingi í tuttugu og eitt ár og var lengi ráðherra og loks formaður Framsóknarflokksins, skuli virka eins og utanaðkomandi afl í þessum kosningum – það sem á ensku heitir outsider.

Frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi er nokkuð athyglisverð. Þar kemur í ljós að þegar Guðni var í framboði í Suðurkjördæmi (að Reykjanesi meðtöldu) var hann þeirrar skoðunar að miðstöð alls flugs ætti að vera í Keflavík.

Hann talaði um F-in fjögur sem væru stærstu tækifæri Suðurnesja.

Hinn fjórbreiði vegur til Keflavíkur gefur nýja möguleika og styrkir mjög að miðstöð alls flugs verði hér í Keflavík. Ég hef nefnt stærstu tækifæri Suðurnesjanna F-in fjögur: Flugið, flugvöllinn, ferðamennina og flugstöðina. Anddyri Íslands er Keflavíkurflugvöllur. Þar liggja ómæld ný tækifæri.

Reyndar er spurning hvort þetta er ekki bara eitt F? Flug, flugvöllur, ferðamenn og flugstöð – jú, þetta er eiginlega það sama.

Blaðamannafundur Guðna á morgun er sagður munu verða á Reykjavíkurflugvelli. Það verður heilmikið fjölmiðlafár. Guðni er klókur í kosningabaráttu og Framsókn á það vissulega til að sýna mikil tilþrif í fyrir kosningar.

Það verður svo athyglisvert að sjá hversu mikils fylgis Guðni aflar fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík – og hvaðan það kemur? Þurfa ráðandi meirihlutaflokkar að hafa áhyggjur– eða kannski Sjálfstæðisflokkurinn? Er hugsanlegt að fylgi hans fari enn neðar?

Svo er spurning hvaða fólk sest með Guðna  á listann? Það virðist vera að Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem nú skipar annað sætið, sé ekki inni í myndinni. Hún hefur látið heyra í sér í fjölmiðlum vegna þessa, en auðvitað er Guðrún ekki innvígð í Framsóknarflokkinn – hún starfaði með Hægri grænum áður en hún gekk til liðs við Framsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið