Kanadamenn ákváðu að senda ekki fulltrúa á fund Norðurheimskautaráðsins sem haldinn var í Moskvu nú í vikunni. Þetta má lesa á vef CBC-News í Kanada og víðar á fréttamiðlum þar í landi. Málið hefur vakið mikla athygli þar.
Þetta er vegna framferðis Rússa í Úkraínu og á Krímskaga. Kanadastjórn hefur beitt Rússa fleiri refsiaðgerðum eins og takmörkunum á ferðafrelsi og viðskiptaþvingunum.
Stephen Harper, forsætisráðherra Kanda, segir að athæfi Rússa einkennist af „árásarhneigð, vopnaskaki og heimsvaldastefnu“.
Styrmir Gunnarsson gerir þetta að umtalsefni á Evrópuvaktinni. Hann spyr hvort fulltrúar frá Íslandi fari á slíkan fund?
Er ekki eðlilegast að svo sé ekki?
Spurning er hvað Ólafur Ragnar Grímsson segir um það – eins og kunnugt er vildi hann ekki fara með málefni Úkraínu inn á vettvang Norðurskautssamstarfsins.
Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada.