fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Kanadamenn sniðganga Norðurskautsfund í Moskvu – en Íslendingar?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. apríl 2014 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadamenn ákváðu að senda ekki fulltrúa á fund Norðurheimskautaráðsins sem haldinn var  í Moskvu nú í vikunni. Þetta má lesa á vef CBC-News í Kanada og víðar á fréttamiðlum þar í landi. Málið hefur vakið mikla athygli þar.

Þetta er vegna framferðis Rússa í Úkraínu og á Krímskaga. Kanadastjórn hefur beitt Rússa fleiri refsiaðgerðum eins og takmörkunum á ferðafrelsi og viðskiptaþvingunum.

Stephen Harper, forsætisráðherra Kanda, segir að athæfi Rússa einkennist af „árásarhneigð, vopnaskaki og heimsvaldastefnu“.

Styrmir Gunnarsson gerir þetta að umtalsefni á Evrópuvaktinni. Hann spyr hvort fulltrúar frá Íslandi fari á slíkan fund?

Er ekki eðlilegast að svo sé  ekki?

Spurning er hvað Ólafur Ragnar Grímsson segir um það – eins og kunnugt er vildi hann ekki fara með málefni Úkraínu inn á vettvang Norðurskautssamstarfsins.

Stephen-Harper.preview-1

Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið