fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Er spennandi að fara í boðsferð til Brussel?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. apríl 2014 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er það hápunktur þess sem er eftirsóknarvert í heiminum að komast í fría utanlandsferð?

Ég veit svei mér ekki.

Jón Bjarnason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, skrifar harðorða grein í Fréttablaðið þar sem hann fjallar um sveitarstjórnarmenn sem hafi látið Evrópusambandið múta sér með ferðum til Brussel.

Hann notar reyndar ekki orðið „múta“, en maður skilur fyrr en skellur í tönnum.

Hver vill ekki geta fengið frítt far til Brüssel, hótel og umslag fullt af evrum í vasann? Er að furða þótt borgarmúrarnir falli þegar gullið birtist?

Umslagið af evrum inniheldur að sögn Jóns 340 fyrir fjögurra daga ferð. Það eru líklega einhvers konar dagpeningar. Það gera um 12 þúsund krónur á dag.

En látum það liggja á milli hluta.

Jón nefnir einnig í grein sinni að fjölmiðlafólk þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum vegna heimsókna til Brussel.

Mér er það bæði ljúft og skylt.

Mér var boðið í svona ferð til Brussel fyrir nokkrum árum. Ég skoðaði prógrammið og sýndist það vera eilíf fundarhöld, misáhugaverð. Ég googlaði hótelið og sýndist það vera miðlungs. Ég skoðaði flugáætlunina og sýndist hún vera óþægileg.

Ég afþakkaði boðið og fór hvergi. Enda eru ferðir af þessu tagi hvorki spennandi né eftirsóknarverðar.

Mannekin Pis

Í Brussel stendur styttan af pissustráknum, Manneken pis. Hugsanlega er hún það skemmtilegasta í borginni. Íbúar Brussel drekka mikinn bjór og þurfa mikið að pissa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann

Orðið á götunni: Raunverulegur tilgangur málþófsins – andspyrnuhópur vill skipta um formann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?