fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Krónan og atvinnuleysið

Egill Helgason
Sunnudaginn 6. apríl 2014 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt efnahag Íslands hafi hrakað mikið, held ég að sé víst að við viljum bera okkur saman við þau lönd í heiminum sem standa best.

Bjarni Benediktsson gerði atvinnuleysi á Íslandi að umræðu á fundi hjá Sjálfstæðisflokknum um helgina. Þar sagði hann að lítið atvinnuleysi væri krónunni að þakka.

Að sumu leyti er það rétt. Krónan hrapaði í hruninu og þar með launin í samfélaginu. Vinnuaflið varð ódýrara og það var hægt að halda fleirum í vinnu. Nú bíður langt og strangt verkefni að reyna að hækka launin aftur – svo þau verði sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum.

Ferðamannastraumur hefur aukist geysilega til Íslands. Ferðamennska er mannaflsfrek, hún skapar mikið af störfum en megnið af þeim eru láglaunastörf. Reyndar er Ísland ekki eitt um að upplifa ferðamennskubólu – í Grikklandi var metár í ferðamennsku í fyrra og búist við öðrum metári í ár, þrátt fyrir efnahagskreppu.

Einhvern veginn er það samt svo að sumum löndum tekst að halda uppi góðu atvinnustigi þrátt fyrir að nota ekki íslensku krónuna.

Hér má sjá á vefnum countryeconomy.com að atvinnuleysi í Austurríki er 4,8 prósent, í Þýskalandi 5,1 prósent, í Noregi 3,6 prósent, þetta er frá því í vetur og þarna er Ísland skráð með 5,5 prósenta atvinnuleysi. Nokkur önnur velmegunarríki eru á svipuðu róli og Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum