fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Jafningjaþrýstingur á Bjarna

Egill Helgason
Fimmtudaginn 3. apríl 2014 11:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkuð mörgum árum var starfandi  hér á landi félagsskapur sem nefndist Jafningjafræðslan.

Jafningjafræðslan átti að koma í veg fyrir að börn og unglingar létu undan því sem kallast jafningjaþrýstingur.

Hann getur meðal annars falist í þrýstingi frá umhverfinu – hópnum sem ungmennin umgangast – um að fara að reykja eða drekka.

Þetta var semsagt mjög þarft framtak. Á ensku nefnist þetta peer pressure.

Nú er spurning hvort ekki þurfi smá jafningjafræðslu í stjórnmálin.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur fram frumvarp sem rýmkar fyrir kaupaukagreiðslum í bönkum og fjármálafyrirtækjum – og gerir kleift að stórhækka þær.

Satt að segja höfum við Íslendingar heldur vonda reynslu af bankabónusum. Þessi reynsla er svo nýleg að hún er tæplega farin að gleymast.

Því er varla hægt að finna aðra skýringu á þessu frumvarpi Bjarna en að  hann hafi orðið fyrir jafningjaþrýstingi. Í hópi sem hann umgengst vilja menn endilega komast í bónusana – en víðast annars staðar í samfélaginu þykir þetta fráleitt.

122755f9f4-380x230_o

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum