fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Ekki mikils að vænta af verkföllunum

Egill Helgason
Föstudaginn 28. mars 2014 00:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framhaldsskólakennarar hafa brátt verið í verkfalli í tvær vikur. Háskólakennarar hafa boðað verkföll sem hefjast 25. apríl. Verkfall er í uppsiglingu hjá Isavia, en þar eiga mun færri einstaklingar í hlut.

Á sama tíma boðar ríkisstórnin skuldaleiðréttingu. Stórum fjárhæðum verður ráðstafað til að greiða niður skuldir einstaklinga.

En til þess að slík aðgerð hafi einhverja þýðingu verður að halda niðri verðbólgunni. Annars fer vél verðtryggingarinnar í gang og eyðir áhrifum skuldalækkunarinnar á skömmum tíma.

Því er haldið fram að launahækkanir verði eins og olía á bál verðbólgunnar. Sökum þess er lítilla launahækkana að vænta þótt efnt sé til verkfalla. Þau munu varla skila miklu.

Ríkisstjórnin og atvinnurekendur munu standa saman gegn því að kaupið hækki. Þótt verkalýðsforystan sé kannski til í slíkt þá er lítil stemming fyrir „þjóðarsátt“ meðal almennra launþega. Hún var gerð afturreka með síðustu tilraun til slíkra samninga.

En Ísland mun þróast lengra í þá átt að vera láglaunaland – hvað sem síðar verður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum