fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Byr í vængi?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. mars 2014 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boðað er að frumvörp um skuldaniðurfellingar verði kynnt í ríkisstjórninni í dag. Það er stórviðburður.

Vænta má að ríkisstjórnin leggi allt kapp á að koma málinu í gegnum þingið á næstu vikum – varla mun stjórnarandstaðan streitast gegn því.

En á sama tíma virðist þingsályktunin um að slíta aðildarviðræðunum við ESB vera að sofna í nefnd. Utanríkismálanefnd hefur auglýst eftir umsögnum – ef fer sem horfir verður málið ekki aftur á dagskrá fyrr en næsta haust.

Það er mikið undir hjá Framsóknarflokknum vegna skuldaniðurfellingarinnar. Fylgi flokksins fer mjög lækkandi og traustið á formanninum og forsætisráðherranum er komið niður fyrir fjórðung. Það er erfið staða í ríkisstjórn sem er ekki ársgömul. Innan tveggja mánaða eru sveitarstjórnarkosningar, horfur Framsóknar í kosningunum virðast ansi dökkar og fygistap Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er fordæmalaust.

Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar fyrir ríkisstjórnina. Það er spurning hvort skuldamálin gefi henni – og Framsóknarflokknum – aftur byr í vængi.

rikisstjorn-sdg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum