fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Veisla fyrir augað

Egill Helgason
Mánudaginn 24. mars 2014 00:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin The Grand Budapest Hotel er frábær skemmtun og algjör veisla fyrir augað.

Þarna er horfið aftur til Mið-Evrópu, þeirrar Mitteleuropa sem leið undir lok með nasismanum, í heiminn sem er lýst í verkum Stefans Zweig. Myndin er sögð byggð lauslega á verkum hans.

Sagan er hæðin og gáskafull, að hætti leikstjórans Wes Anderson. Vendingarnar í henni skipta ekki höfuðmáli, heldur kátlegar og dálítið tragískar persónurnar sem tilheyra þessum hverfandi og hnignandi heimi.

Og svo eru það leiktjöldin og búningarnir – í raun hefur maður varla séð annað eins í kvikmynd. Rammarnir koma hver á eftir öðrum eins og myndlistarverk og það er ekki tölvugrafík af þeirri tegund sem maður er að verða ónæmur fyrir.

Umhverfið er eins og áður segir gamla Mið-Evrópa með höllum sínum og hótelum, þröngu götum, skuggasundum, gamaldags siðvenjum, undirferli og samsærum, fágun og hnignun í senn. Anderson endurvekur þennan heim og leikur sér með hann á sinn undirfurðulega hátt.

556e17182eec34991675dcdb56245ed6

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum