RÚV greinir frá því að matvælafyrirtækið High Liner Foods ætli að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla þess við Hval.
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir að þetta sé „ákveðin hryðjuverkastarfsemi“.
Það er óþarflega stórt orð. Fyrirtæki ráða því hverja þeir versla við, þau eru í fullum rétti til þess – og fyrirtæki eru viðkvæm fyrir þrýstingi og fyrir almenningsálitinu.
Það heitir að kjósa með buddunni.
Hin „svokölluðu“ náttúruverndarsamtök, sem Jón kýs að kalla svo, virðast fylgjast nokkuð vel með, eins og lesa má í frétt RÚV.
Og hér er vefur sem nefnist dontbuyfromicelandicwhalers.com.
Þarna er að finna upplýsingar um fyrirtæki sem tengjast Hval og þær nokkuð ítarlegar. HB Grandi fær til dæmis mjög mikla athygli á vefnum.