fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Forbes: Íhaldsmenn fara villur vegar gagnvart ESB

Egill Helgason
Fimmtudaginn 20. mars 2014 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Evrópublogginu birtist endursögn úr athyglisverðri grein úr bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes. Þar segir að íhaldsmenn ættu að styðja Evrópusambandið í stað þess að hafa svo miklar áyggjur af því.

Íhaldsmenn þurfa að breyta viðhorfum sínum til Evrópusambandsins, segir í grein í bandaríska viðskiptatímaritinu Forbes, sem segir að íhaldsmenn eyði of mikilli orku í þá áráttu að hafa áhyggjur af regluverki ESB og vaxandi pólitískum áhrifum ESB en gefi á sama tíma ekki nægan gaum að því frelsi sem samstarf Evrópuríkja innan ESB hefur tryggt íbúum álfunnar.

Evrópusambandsaðild veitir vörn gegn mörgum af verstu birtingarmyndum fyrirgreiðslustjórnmálanna, til dæmis gegn einangrunarhyggju og verndarstefnu í viðskiptum, segir Forbes.

Evrópusambandið hefur lagt mikið að mörkum til að stuðla að friði og efnahagslegu frelsi í Evrópu og það hefur stuðlað að því að útbreiða úrbætur í átt að frjálsum markaðsbúskap í efnahagslífi Evrópuríkja.

Í greininni segir ennfremur að íhaldsmenn þurfaað endurskoða viðhorf sín til Evrópusambandsins og viðurkenna hið augljósa lykilhlutverk sambandsins í því að breiða út frelsi í álfunni.

Efnahagslegur ávinningur af samstarfi Evrópuríkja innan ESB er augljóslega mun þyngri á metunum en sá kostnaður sem fylgir hinu evrópska regluverki. Í dag er Evrópa sameinaður 500 milljóna manna markaður sem byggir á frjálsum viðskiptum og frjálsum fjármagnsflutningum, auk þess sem landamæri eru opin.

Evrópusambandsaðild veitir tryggingu gegn mörgum af verstu birtingarmyndum fyrirgreiðslustjórnmálanna, til dæmis gegn verndarstefnu í viðskiptum. Tollar og kvótar eru óhugsandi innan ESB og það er óhemju erfitt og kostnaðarsamt fyrir áhrifaríka hagsmunahópa í einstökum löndum að þrýsta á um að koma á nýjum viðskiptahindranir sem gilt geti á öllum innri markaðnum og bitna á ríkjum utan sambandsins.

Í greininni er fjallað um að Evrópusambandsaðild tryggi vel að ekki komi til ófriðar milli aðildarríkja. Það sé nánast óhugsandi. Hins vegar sé ekki hægt að gefa sér að ævarandi friður verði í Evrópu og er þar vísað í Úkraínudeiluna. Fátt tryggir friðinn betur en verslunartengsl milli þjóða, eða eins og segir:

ESB hefur beitt sér mun meira en Bandaríkjamenn fyrir því að útbreiða frjálsa verslun með gerð samninga við nágrannaríki sín, allt frá Noregi til Marokkó.

Í fullkomnum heimi væri það ekkert mál að halda í allt þetta frelsi jafnvel þótt ESB sem yfirþjóðleg stofnun mundi heyra sögunni til.

En raunveruleikinn er þvert á móti sá að næstum því hver einasta stjórnmálahreyfing sem berst gegn ESB í Evrópu hefur á sinni stefnuskrá að endurvekja verndarstefnu og einangrun í viðskiptum. Þar er um að ræða hreyfingar sem spanna allt frá hinum breska Sjálfstæðisflokki (UKIP) sem fjandskapast við innflytjendur en er annars að miklu leyti hallur undir frjáls viðskipti, yfir í þjóðernissósíalistana í Þjóðfylkingu Le Pens í Frakklandi og á hinum vængnum yfir í yfirlýsta fasistaflokkinn Gullna dögun í Grikklandi.

Það er rík ástæða til þess að óttast það að ef þau gengju úr Evrópusambadninu mundu þessi ríki í auknum mæli taka upp stjórnarhætti sem einkennast af höftum og heftandi ríkisvaldi. Ef ríki eins og Grikkland eða Ungverjaland, þar sem sterkir fasistaflokkar eru hluti af hinu pólitíska landslagi, mundu ganga úr Evrópusambandinu mundu líkur á afturhvarfi til alræðisstjórnarhátta margfaldast.

Íhaldsmenn eiga ekki að samsama sig við þá verndarstefnu og þjóðernishyggju sem einkennir andstæðinga Evrópusambandsins. Í stað þess að tala gegn ESB og í stað þess að tala fyrir því að Evrópa snúi þróuninni við og hverfi á ný til tíma þjóðríkjanna ættu íhaldsmenn að einbeita sér að tilteknum hamlandi sviðum regluverksins og tala fyrir því að aðildarríkjum verði fjölgað um leið og ný ríki verði boðin velkomin að borði ESB.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum