Hafi einhver haldið að sárin séu gróin innan VG, þá fer hinn sami villur vega.
Ögmundi Jónassyni er til dæmis einstaklega lagið að ýfa þau upp.
Nú lýsir hann beinlínis yfir stuðningi við framboð Þorleifs Gunnlaugssonar í borgarstjórn – Þorleifur er þar á lista Dögunar.
Þorleifur hefur lengi verið einn helsti vinur og bandamaður Ögmundar innan VG.
Ögmundi finnst það óráð að Þorleifur sé ekki í sæti á lista VG, en þá er þess að gæta að Þorleifur sóttist ekki eftir því. Hann bauð sig ekki fram í forvali flokksins.
Reyndar bendir fátt til þess að Dögun muni ná nokkru fylgi í borgarstjórnarkosningunum. Í nýrri skoðanakönnun er framboðið með 1,1 prósent.