fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Breytt staða í utanríkismálum

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. mars 2014 23:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki sérlega gagnlegt að fara í miklar og gagnkvæmar ásakanir vegna þess hverjar niðurstöðurnar í makrílviðræðunum urðu. Það hefur ekki orðið nein breyting frá stefnu fyrri ríkisstjórnar. Íslendingar verða að skilja að þeir eru ekki stórveldi. Í alþjóðlegu samhengi og gagnvart Evrópusambandinu hafa Norðmenn miklu meiri vikt en við – EES samningurinn er til vegna Norðmanna og það eru þeir sem borga megnið af kostnaðinum við hann.

Það sem hefur hins vegar gerst er að staða okkar í utanríkismálum birtist snögglega í ljósi napurs raunsæis. Næstu nágrannaþjóðir okkar voru til í að láta okkur lönd um leið þegar það hentaði þeim. Samt hefur mikið verið rætt um það að Ísland ætti að efla samstarfið við þær – að þar lægi framtíðin í utanríkismálunum, í hinum vestnorræna heimi og á norðurslóðum. (Þar höfum við reyndar ekki meiri vigt en svo að okkur er ekki hleypt að háborði hinna eiginlegu strandríkja, ríkjanna fimm sem eiga land að Norður-Íshafinu.)

Á sama tíma hefur það gerst að annað ríki sem við áttum að fara að leggja rækt við, Rússland, er komið langleiðina úr samfélagi siðaðra þjóða með framferði sínu í Úkraínu. Það er óhugsandi á þessum tímum annað en að hafa allan vara á í samskiptum við Rússland.

Þetta þýðir einfaldlega að ýmislegt sem menn hafa verið að gefa sér varðandi utanríkisstefnuna stenst ekki, það er byggt á hugarflugi fremur en hagsmunamati. Það þarf að leggja miklu meiri hugsun og vinnu í utanríkisstefnuna, ekki bara spinna hana af fingrum fram í dagsins önn, eins og kann að henta í stjórnmálabaráttunni.

Og í þessu sambandi styrkjast ansi mikið efasemdirnar um hvort rétt sé að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið – og sé kannski ekki betra að láta vera að taka stórar ákvarðanir á þessum tímapunkti?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda