Útgerðarmenn stíga nú fram og vilja gengisfellingu – að gömlum þjóðlegum sið. Kröfugerð þeirra ætti að geta verið nokkuð sterk, útgerðin hefur flotið ofan á sem langsterkasti hagsmunahópur Íslands eftir hrun.
Meðal þeirra sem tjá sig um þetta er Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.
Kannski má nota um þetta orðatiltækið „mikið vill meira“.
Hér er að finna ársskýrslu HB Granda fyrir árið 2013. Hún er reyndar í evrum – þarna er nefnilega löngu búið að henda krónunni.
Hagnaðurinn var sem nemur 5,5 milljörðum króna en samt eru þeir óánægðir.
Er hægt að tala um græðgi í þessu sambandi?