fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Stund sannleikans, lánaokrið og bankaokið

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. mars 2014 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum upplifir maður það sem kallast stund sannleikans.

Ég geri það eiginlega alltaf þegar ég skoða stöðuna á húsnæðisláninu.

Ég skoða reyndar ekki mjög oft – það myndi alveg fara með mann. Þarna sér maður nefnilega að maður er í raun öreigi.

Það sem þær geta hækkað og undið upp á sig þessar rúmu 20 milljónir króna sem voru teknar að láni 2007 – það var ekki góður tími til að taka lán, nei.

Og þrátt fyrir að lánið hafi farið í gegnum svonefnda 110 prósenta leið – en nálgast nú að vera á sama stað í krónutölu og þegar lagt var upp í þá vegferð fyrir fáum árum. 110 prósenta leiðin veldur því að ég get ekki látið mig hlakka til skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar. En maður getur þó þakkað fyrir að ef hún hefði ekki komið til væri upphæðin komin á fimmta tug milljóna.

Ég ætla samt ekki að kvarta mikið – að flestu leyti er ég hamingjusamur. Húsnæðisverð hefur farið hækkandi hér í hverfinu, langt umfram það sem gerist annars staðar. Það er meira að segja talað um að hér sé húsnæðisbóla. Og jú, ef ég seldi gæti ég jafnvel komist út á sléttu.

En ég velti fyrir mér hversu lengi þjóðin ætlar að láta bjóða sér þann hrylling sem er húsnæðismarkaðurinn á Íslandi (ég undanskil ekki leigjendur), lánaokrið og bankaokið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda