fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Misjafnlega vel heppnuð endurbygging húsa

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. mars 2014 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú virðist loks eiga að ljúka framkvæmdum við Laugaveg 4-6 eins og dæmið átti að líta út. Með tveimur gömlum endurgerðum húsum og tengibyggingu.

Það verður að segjast eins og er að endurgerðin hefur virkað hálf daufleg – í öðru húsinu, því minna, er Timberland-búð en ör skipti hafa verið á rekstraraðilum á Laugavegi 4. Kannski er það vegna þess að inngangurinn í húsið snýr vitlaust eða máski einfaldlega vegna þess að hús af þessu tagi, sem eru endurbyggð eftir gamalli forskrift, henta ekki sérlega vel til verslunar- eða veitingarekstrar.

 

729518

Í framhaldi af því má nefna það sem gæti talist vera einhver misheppnaðasta endurbygging húss í miðbænum. Í sjálfu sér er ekkert að því hvernig húsið var endurgert, en engin starfsemi virðist þrífast í því. Það stendur á besta stað í bænum, en gluggarnir eru litlir og húsið virkar dapurt. Þarna hefur verið reynt að reka veitingastaði, en ekki gengið. Það er hugsanlegt að leiga sé mjög há, en á bak við, þar sem eitt sinn var Nýja bíó, þrífst Grillmarkaðurinn ágætlega. Kannski er fátt annað hægt að gera við svona hús en að setja upp einhvers konar safn?

Lækjargata 2

Í hinum ört lifnandi Miðbæ heldur Lækjartorg áfram að vera einn ljótasti bletturinn, framkvæmdirnar á horni Austurstrætis og Lækjargötu náðu ekki að breyta því. Jón Gnarr hefur sagst vilja Héraðsdóm burt. Hann iðar svosem ekki af lífi. Torgið gæti þó farið að breyta um svip þegar byggt verður í Tryggvagötu og nær Hörpunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda