Auður Ava Ólafsdóttir og Jón Kalman Stefánsson eru tilnefnd til mikilvægra bókmenntaverðlauna í Bretlandi.
Þetta er mikilvægt, því frægt er að erfitt er fyrir höfunda sem ekki skrifa á ensku að komast inn á markaðinn Bretlandi. Bæði Frakkland og Þýskaland eru mun opnari fyrir þeim.
Þetta eru verðlaun sem dagblaðið The Independent veitir fyrir erlendar bækur.
Auður Ava er tilnefnd fyrir Rigningu í Nóvember en Jón Kalman fyrir Harm englanna.
Meðal annarra sem eru tilnefndir eru fransk/rússneski höfundurinn Andrei Makine, Spánverjinn Javier Marías, Yoko Ogawa frá Japan og Karl Ove Knausgaard frá Noregi.
Knausgaard er tilnefndur fyrir bókina Ástfanginn maður. Hún er annað bindið í miklum bókaflokki sem nefnist Barátta mín. Þetta eru mjög nákvæmar sjálfsævisögulegar lýsingar, bindin eru nú sex og telja 3500 síður. Þrátt fyrir þetta er verið að þýða bækurnar á mörg tungumál og þær hafa vakið mikið umtal.
Karl Ove Knausgaard. Verk hans, Barátta mín, telur 3500 blaðsíður.