fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Auður Ava og Jón Kalman – og Karl Ove Knausgaard

Egill Helgason
Föstudaginn 7. mars 2014 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Ava Ólafsdóttir og Jón Kalman Stefánsson eru tilnefnd til mikilvægra bókmenntaverðlauna í Bretlandi.

Þetta er mikilvægt, því frægt er að erfitt er fyrir höfunda sem ekki skrifa á ensku að komast inn á markaðinn Bretlandi. Bæði Frakkland og Þýskaland eru mun opnari fyrir þeim.

Þetta eru verðlaun sem dagblaðið The Independent veitir fyrir erlendar bækur.

Auður Ava er tilnefnd fyrir Rigningu í Nóvember en Jón Kalman fyrir Harm englanna.

Meðal annarra sem eru tilnefndir eru fransk/rússneski höfundurinn Andrei Makine, Spánverjinn Javier Marías, Yoko Ogawa frá Japan og Karl Ove Knausgaard frá Noregi.

Knausgaard er tilnefndur fyrir bókina Ástfanginn maður. Hún er annað bindið í miklum bókaflokki sem nefnist Barátta mín. Þetta eru mjög nákvæmar sjálfsævisögulegar lýsingar, bindin eru nú sex og telja 3500 síður. Þrátt fyrir þetta er verið að þýða bækurnar á mörg tungumál og þær hafa vakið mikið umtal.

Karl_Ove_Knausgård_2010-09-17_(img01)-1

Karl Ove Knausgaard. Verk hans, Barátta mín, telur 3500 blaðsíður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda