fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Hljóðin í nóttinni

Egill Helgason
Fimmtudaginn 6. mars 2014 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bók Bjargar Guðrúnar Gísladóttur, Hljóðin í nóttinni, hefur eðlilega vakið mikla athygli. Björg var í viðtali í Kiljunni í gærkvöldi.

Í bókinni segir frá uppeldi í Höfðaborginni, sem var hræðilegt fátækrahverfi í Reykjavík, í Borgartúni. Það var litið niður á börnin úr Höfðaborginni, þau voru sett í tossabekki í skóla, þeim strítt,  þau lögð í einelti og komið fram við þau af fyrirlitningu. Þetta átti jafnt við börn og fullorðna sem urðu á vegi þeirra. Í bókinni er verstur hlutur kennara Bjargar, hins þekkta skólamanns Skeggja Ásbjarnarsonar. Hann var dáður kennari og var með barnatíma í útvarpi.

En Björg lýsir honum sem níðingi – og fleiri hafa tekið í sama streng eins og lesa má í umfjöllun Pressunnar.

Á heimili Bjargar var mikið ofbeldi. Móðir hennar var í sambúð með manni sem barði hana. Lögregla kom reglulega til að skakka leikinn. Þetta hélt áfram eftir að fjölskyldan flutti úr Borgartúninu. Björg var umhyggjusöm og tók ábyrgð á systkinum sínum og að nokkru leyti móður líka. Hún telur að það hafi að nokkru leyti verið sér til björgunar.

Faðir hennar bjó ekki með fjölskyldunni. Hann virkaði eins og góður maður og hlýr, en það var skelfilegt áfall þegar hann reyndist vera barnaníðingur sem misnotaði Björgu, dóttur sína.

Björg segir þessa sögu af einlægni og hispursleysi. Bókin byrjar á mögnuðum kafla þar sem hún fer til gamals skólastjóra úr Laugarnesskólanum til að segja honum allt af létta um gamla kennarann. Hún er vel ritfær og það er fagnaðarefni að hún hafi skrifað bókina sjálf.

Björk kemur út sem sterk og aðdáunarverð persóna sem lét hræðilega erfiðleika í bernsku ekki buga sig.

Hér má sjá Kiljuna síðan í gærkvöldi.

ImageHandler-1

Björg Guðrún Gísladóttir, bók hennar heitir Hljóðin í nóttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda