fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Eyjan

Alain Resnais – leikstjóri og skáld

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. mars 2014 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski kvikmyndaleikstjórinn Alan Resnais sem er látinn í hárri elli átti merkilegan feril. Hann var fæddur 1922, en var að gera kvikmyndir fram undir hið síðasta, hann frumsýndi mynd fyrr á þessu ári.

Resnais átti blómaskeið sitt á gullöld listrænnar kvikmyndagerðar á sjötta og sjöunda áratugnum. Þá var hann í hópi manna eins og Bergman, Fellini, Antonioni og Bunuel sem voru að listræn mörk kvikmyndarinnar.

Nokkrar rísa hæst:

Nuit et brouillard. Nótt og þoka frá 1955. Þetta er heimildarmynd um útrýmingarbúðir nasista sem verður ákaflega mögnuð í hófstillingu sinni og ákveðinni fjarlægð frá viðfangsefninu. Þetta er mynd sem hafði geysileg áhrif, bæði á viðhorfin til helfararinnar og á þróun heimildarmynda. Enn þykir hún einhver mikilvægasta mynd sem gerð hefur verið um glæpi nasista.

Hiroshima Mon Amour. Hiroshima ástin mín, 1959. Fjallar um ástarævintýri japansks manns og franskrar konu nokkra daga í Hiroshima – með afskaplega ljóðrænum texta eftir Margurite Duras, en inn í er fléttað myndum af hörmungunum eftir sprengjuárásina, rústunum og fólkinu þar. Myndin er full af tilvistarangist eftirstríðsáranna; Hiroshima er lýst eins og endalokum hins siðmenntaða heims.

L’Année dernière à Marienbad. Síðasta ár í Marienbad, 1961. Þarna er Resnais í samstarfi við Alain Robbe Grillet, einn helsta frömuð nýju skáldsögunnar svokölluðu. Seiðmagnaður texti er lesinn yfir hreyfingar prúðbúins fólks sem er samankomið á glæsilegu hóteli. Kvikmyndavélin líður um gangana og garðana fyrir utan og smátt og smátt kemur sagan í ljós, um ástarfundi og svik. Eða gerðist þetta kannski ekki? Þetta er seiðmögnuð mynd sem hægt er að horfa á aftur og aftur.

Það má líka nefna Providence frá 1977, mynd sem hann gerði á ensku með John Gielgud – sem þarna fékk eitt sitt bitastæðasta hlutverk – Dirk Bogarde, David Warner og Ellen Burstyn. Resnais var tengdasonur André Malraux, rithöfundar, stjórnmálamanns og einhvers áhrifamesta Frakka á síðustu öld. Það er sagt að hinn skapilli Clive Langham, sem Gielgud leikur, byggi að hluta til á Malraux. Bogarde sagði eftir myndina að Resnais væri bæði skáld og leikstjóri.

Hér má sjá atriði úr Hiroshima mon amour.

http://www.youtube.com/watch?v=naFUgAHZusE

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið