fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkurinn kemur sér í óþægilega stöðu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. febrúar 2014 00:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega hefur komið flatt upp á forystu Sjálfstæðisflokksins hversu hörð andstaðan við að draga til baka ESB umsóknina hefur reynst vera.

Kannski hafa Bjarni og Illugi bara rýnt í skoðanakannanir þar sem mátti lesa að í röðum stuðningsmanna flokksins væru fáir sem beinlínis vildu aðild?

En þá er þess að gæta að stór hluti Sjálfstæðismanna vill samt fá að ákveða sjálfur, semsagt kjósa um aðild, og hitt er að fylgi flokksins er lítið um þessar mundir – margir sem hafa áður stutt flokkinn og gætu vel gert það aftur ef svo ber undir, eru líka gramir.

Eðlilega grafa fjölmiðlar upp yfirlýsingar forystumanna úr flokknum þar sem þeir sóru og sárt við lögðu að viðhöfð yrði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þannig virkar líka internetið, það er stálminnugt og getur komið stjórnmálamönnum í óþægilega aðstöðu á augabragði.

Stuðningsyfirlýsingar frá Ragnari Arnalds og Hjörleifi Guttormssyni hjálpa Sjálfstæðisflokknum ekki mikið.

Það var líka áberandi á fundi sem var haldinn til stuðnings Bjarna Benediktssyni í Valhöll um daginn hversu gamlir fundarmenn voru, þar sat til dæmis Halldór Blöndal mjög áberandi á fremsta bekk.

Stuðningurinn við ESB er mestur í Reykjavík. Þar er hætt við að forysta Sjálfstæðisflokksins fæli frá sér ungt fólk sem býr í borginni, er alþjóðasinnað í hugsun, er vel upplýst, laust við kreddur og þráhyggjur, og skynjar að tækifærin fyrir hana liggja mestanpart í Evrópu hvað varðar menntun, störf og menningu.

Þarna, í frétt RÚV frá því í kvöld, kemur sjónvarpsþátturinn Silfur Egils nokkuð við sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið