fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Mótmæli og málþóf

Egill Helgason
Mánudaginn 24. febrúar 2014 19:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var pena fólkið sem kom saman á Austurvelli í dag. Það kastaði hvorki grjóti né eggjum, það heyrðust varla fúkyrði. Viðbúnaður lögreglu var með öllu óþarfur. Þarna var upp til hópa fólk sem er seinþreytt til vandræða – og mótmæla.

Nú er ekki vitað hvort framhald verður á mótmælunum – það er eiginlega nauðsynlegt ef menn ætla að ná árangri og skjóta stjórnvöldum skelk í bringu að mæta oftar en einu sinni.

Framganga ríkisstjórnarinnar er hins vegar býsna furðuleg. Hví er ástæða til að keyra málið áfram með ofurhraði og þjösnaskap? Hvað liggur á? Er eitthvað deadline sem þarf að standa við?

Blekið er ekki þornað á skýrslu Hagfræðistofnunar og þá er komin þingsályktunartillaga sem þarf að að afgreiða með hraði. Öðrum málum er rutt til hliðar vegna hennar, utanríkisráðherrann móðgast yfir því að flýtirinn sé ekki nægur.

Við þessar aðstæður er óhugsandi annað en að stjórnarandstaðan leggist í málþóf, að hún noti öll brögðin frá stjórnarandstöðu síðasta kjörtímabils. Það er um nóg að tala í málþófinu, allt stöffið í skýrslu Hagfræðistofnunar og alls kyns skrítar fabúleringar sem er að finna í texta þingsályktunarinnar um að draga umsóknina til baka.

 

4699a44e8a-380x230_o

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið