Í Kiljunni í kvöld förum við norður á Strandir og hittum Magnús Rafnsson sagnfræðing sem býr í Bjarnarfirði. Hann segir okkur frá Jóni Guðmundssyni lærða sem bjó á Ströndum, stundaði ritstörf og útskurð, kvað niður draug en flæmdist burt eftir Spánverjavígin sem hann vildi ekki taka þátt í.
Í þáttinn kemur Annetta Scheving en hún hefur tekið saman bók sem nefnist Reykjavík í hnotskurn. Þar fer hún um bæinn með myndavél og skoðar ýmis smáatriði sem fólk tekur kannski ekki eftir í dagsins önn: Skilti, hlið, gluggaskreytingar, hurðir, áletranir og fleira.
Þórdís Gísladóttir rithöfundur segir okkur frá uppáhaldsbókum sínum.
Við förum í Hallgrímskirkju og hittum Hauk Guðlaugsson, organista og fyrrverandi söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar. Hann hefur nýlega gefið út kennslubók í orgelleik í þremur bindum og sýnir okkur handtökin á stærsta orgeli landsins sem er í kirkjunni.
Gagnrýnendur þáttarins fjalla um tvær bækur: Ó – sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen og Síðasta elskhugann eftir Val Gunnarsson.
Síða úr Reykjavík í hnotskurn eftir Annettu Scheving.