DataMarket birtir sláandi tölur.
Ísland á svoleiðis margfalt Vesturlandamet í verðbólgu frá 1980 – og örugglega líka ef leitað er aftar í tímann.
Það er enginn sem keppir við Ísland á þessu sviði.
Nú er sagt að eigi að renna upp nýr tími, að við getum beitt handaflinu til að ná stöðugleika.
Trúi því hver sem vill – með flöktandi krónu, kjarasamninga lausa og kostnað við lántökur eins og hann er.
Ísland vinnur yfirburðasigur með 5.055% hækkun á vöruverði á tímabilinu:
2. sæti: Portúgal, 957%, 3. sæti: Spánn, 411%, 4. sæti: Ítalía, 393%, 5. sæti: Nýja Sjáland, 353%