Það er gaman að sjá hvernig sögur verða til og stækka eftir því sem tíminn líður. Kannski þróuðust Íslendingasögurnar einhvern veginn svona?
Það gerðist í Búsáhaldabyltingunni, bak við Stjórnarráðið, að hópur mótmælenda var þar saman kominn þegar Geir Haarde kom út úr húsinu og steig inn í bifreið sína.
Í hópi mótmælendanna var Hallgrímur Helgason rithöfundur sem sló í húddið á bílnum þegar forsætisráðherrann ók burt.
Sagan hefur blásið út í hvert skipti sem hún er sögð. Í Morgunblaðinu fyrr í vikunni hjómar hún svo í meðförum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þetta er í dálki sem ber yfirskriftina Fróðleiksmoli:
Ótrúlegt var líka að sjá, hvernig Hallgrímur Helgason rithöfundur réðst hamslaus af bræði á bíl Geirs Haardes forsætisráðherra við stjórnarráðið 21. janúar 2009 og reyndi að mölva í honum framrúðuna.
Hvernig verður sagan orðin næst? Barði Hallgrímur kannski Geir? Voru það kannski framtennurnar í honum sem hann mölvaði en ekki framrúðan?