fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Stærðarhlutföll

Egill Helgason
Mánudaginn 27. janúar 2014 18:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn eru stundum að bera Ríkisútvarpið okkar saman við erlenda ríkisfjölmiðla – og gera jafnvel kröfur um að hér sé allt eins.

En það er gott að hafa í huga stærðarhlutföllin, það er í raun nær fyrir okkur að standa í samanburði við Færeyjar en hin Norðurlöndin – hvað þá Bretland eins og ég sá einhvers staðar á internetinu í gær.

Mér sýnist að íslenska Ríkisútvarpið fái um það bil fimm prósent af því fé sem norska og danska ríkisútvarpið hafa til að spila úr, en þegar Bretland er skoðað – og ég tek aftur fram að samanburðurinn er fráleitur – er RÚV með innan við 0,5 prósent af því sem BBC hefur.

Hér á vef Guardian má sjá skýringarmynd þar sem birtast valdar tölur úr reikningum BBC. Heildarinnkoma þeirrar stofnunar 2012 var 5,09 milljarðar punda, þrátt fyrir að hún hefði gengið í gegnum talsverðan niðurskurð.

Við sjáum svo hvernig skiptingin er milli sjónvarps- og útvarpsstöðvanna sem eru undir hatti BBC og þarna er líka liður sem nefnist laun til stjarna sem þéna meira en 500 þúsund pund á ári.

Bretar gera semsagt nokkuð vel við sinn ríkisfjölmiðil.

Það má svo sjálfsagt reikna þetta yfir í höfðatölu og komast að því að framlög til Rúv séu geysihá – en stundum er það heildartalan sem skiptir máli þegar skoðað er hvað menn hafa efni á að gera.

BBC-spending-graphic-009

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu