Styrmir Gunnarsson spyr á Evrópuvaktinni, og það er ekki laust að votti fyrir örvæntingu, hvers vegna yngra fólk sé að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn?
Hann vísar í nýjar skoðanakannanir og segir:
Nú gæti verið ráð fyrir Valhöll að framkvæma ítarlega skoðanakönnun þar sem skýringa er leitað á fylgisleysi Sjálfstæðisflokksins meðal ungs fólks og fólks sem komið er á miðjan aldur.
Hvað veldur?
Eru það stefnumálin? Eru það frambjóðendur? Er það ímynd flokksins? Saga hans? Hver er skýringin?
Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, svarar honum með eftirfarandi orðum á Facebook:
Kæri Styrmir, það er vegna þess að harðlínumenn eins og þú hafa breytt flokknum í afturhaldssinnaða tepokahreyfingu og hagsmunagæslufélag. Ungt fólk vill kjósa flokk sem er kominn inn í 21. öldina og hugar að almannahagsmunum til framtíðar en passar ekki bara upp á sérhagsmuni í nútíðinni.