fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Störukeppni

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. janúar 2014 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ein af ráðgátum íslenskra stjórnmála hvernig menn ætla að meðhöndla kröfuhafa bankanna föllnu og þar með losa um gjaldeyrishöftin.

Lengi var málið á verksviði Seðlabankans, svo var samþykkt í þinginu undir lok tíma síðustu ríkisstjórnar að ekkert yrði ákveðið í málinu nema með atbeina Alþingis.

Menn töldu að samningaviðræður myndu fara í gang, en nú segir forsætisráðherra að ekkert verði talað við erlendu kröfuhafana. Ekkert og aldrei.

Bjarni Benediktsson talaði um það síðastliðið haust að hægt yrði að fara að afnema gjaldeyrishöft í apríl – einhvers konar niðurstaða í máli kröfuhafanna er forsenda þess.

Þetta virðist vera fremur óraunhæft markmið. Frétt frá Reuters um íslenska hagkerfið hefur valdið nokkru uppnámi. Þar var sagt að Ísland væri í frosti á erlendum fjármálamörkuðum.

Þingmaður Vinstri grænna spurði fjármálaráðherra að þessu á Alþingi. Hann svaraði að þetta væri „tómt rugl“ og sagði svo við þingmanninn:

„Ég ætla að vona að þingmaðurinn sé ekki að láta reka sig upp í ræðustól af stórum umsvifamiklum kröfuhöfum.“

Fyrir kosningar var talað um að ætti að sækja fé til kröfuhafa með samningum. Nú er ljóst að stærsta kosningamál Framsóknarflokksins verður fjármagnað með öðrum hætti og þá er áhuginn líklega minni. En því sem er í gangi má kannski helst líkja við störukeppni.

Um gjaldeyrishöft er sagt að þegar búið sé að setja þau á sé erfitt og seinlegt að afnema þau. Kannski mun það eiga við um höftin sem voru sett á Íslandi 2008. Altént er víst að sumir þrífast ágætlega innan haftanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur